banner
   sun 28. júní 2020 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Madrid tók forystuna á toppnum
Mynd: Getty Images
Real Madrid er með tveggja stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar eftir 0-1 sigur gegn botnliði Espanyol í kvöld. Barcelona gerði jafntefli við Celta Vigo í gær.

Casemiro gerði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks, eftir laglega hælsendingu frá Karim Benzema.

Real var betri aðilinn en heimamenn fengu sín færi en tókst þó ekki að jafna. Espanyol er tíu stigum frá öruggu sæti eftir tapið.

Eibar hafði þá betur gegn Granada er liðin mættust fyrr í kvöld. Þetta var góður sigur fyrir Eibar sem er svo gott sem búið að bjarga sér frá falli. Liðið er níu stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu.

Heimamenn í Granada fara svekktir að sofa því þeir hafa verið skelfilegir eftir Covid pásu. Liðið var í Meistaradeildarbaráttu fyrr á tímabilinu en liðið er núna fjórum stigum frá Evrópusæti.

Espanyol 0 - 1 Real Madrid
0-1 Casemiro ('45)

Granada 1 - 2 Eibar
0-1 Pablo de Blasis ('16)
1-1 Roberto Soldado ('48)
1-2 Kike ('69)
Athugasemdir
banner
banner