Ejub Purisevic var sammála fréttaritara í því að leikur dagsins í Ólafsvík hafi innihaldið flest það sem fótboltaáhugafólk þráir.
"Er það ekki svona leikur sem fólk vill sjá"
"Er það ekki svona leikur sem fólk vill sjá"
Eftir að Víkingar skoruðu markið sitt virtust gestirnir slegnir út af laginu, hvernig mat Ejub gang leiksins í heild.
"Fyrst og fremst finnst mér ótrúlegt að Garðar hafi náð að skora með hægri" sagði þjálfarinn kíminn.
"Mér fannst frá því við skorum og þangað til Stjarnan jafnar við hafa yfirhöndina. Vorum 1-0 yfir og sóknirnar voru eins og við vildum hafa þær. Við áttum fínt færi í fyrri hálfleik og síðan rosalega flott skallafæri í síðari hálfleik. Svo við vorum nær því að skora annað en þeir að jafna.
En svo eftir að þeir jafna vorum við heppnir næstu 6-7 mínútur þegar við lentum undir mikilli pressu svo ég held í restina að þetta hafi verið sanngjörn úrslit."
Ejub fannst leikurinn ekki of grófur.
"Nei það fannst mér ekki, það var enginn sem vildi meiða hver annan".
Nánar er rætt við Ejub í meðfylgjandi viðtali, m.a. um upplegg hans í leiknum, Verslunarmannahelgina sem er framundan, nýju spænsku leikmennina og þá staðreynd að liðið hans hefur nú ekki tapað í síðustu fimm leikjum í deildinni.
Athugasemdir