Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   sun 28. júlí 2013 20:45
Magnús Þór Jónsson
Ejub: Ótrúlegt að Garðar geti skorað með hægri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic var sammála fréttaritara í því að leikur dagsins í Ólafsvík hafi innihaldið flest það sem fótboltaáhugafólk þráir.

"Er það ekki svona leikur sem fólk vill sjá"

Eftir að Víkingar skoruðu markið sitt virtust gestirnir slegnir út af laginu, hvernig mat Ejub gang leiksins í heild.

"Fyrst og fremst finnst mér ótrúlegt að Garðar hafi náð að skora með hægri" sagði þjálfarinn kíminn.

"Mér fannst frá því við skorum og þangað til Stjarnan jafnar við hafa yfirhöndina.  Vorum 1-0 yfir og sóknirnar voru eins og við vildum hafa þær.  Við áttum fínt færi í fyrri hálfleik og síðan rosalega flott skallafæri í síðari hálfleik.  Svo við vorum nær því að skora annað en þeir að jafna.

En svo eftir að þeir jafna vorum við heppnir næstu 6-7 mínútur þegar við lentum undir mikilli pressu svo ég held í restina að þetta hafi verið sanngjörn úrslit."


Ejub fannst leikurinn ekki of grófur.

"Nei það fannst mér ekki, það var enginn sem vildi meiða hver annan".

Nánar er rætt við Ejub í meðfylgjandi viðtali, m.a. um upplegg hans í leiknum, Verslunarmannahelgina sem er framundan, nýju spænsku leikmennina og þá staðreynd að liðið hans hefur nú ekki tapað í síðustu fimm leikjum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner