„Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Að lenda þrisvar undir og koma alltaf til baka er geggjað og sýna hversu sterkan hóp við höfum," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir 3-3 jafntefli gegn Keflavík í Inkasso-deildinni í gærkvöldi.
„Þetta var toppslagur og í dag fannst mér bæði lið sýna að þetta eru tvö bestu liðin."
„Þetta var toppslagur og í dag fannst mér bæði lið sýna að þetta eru tvö bestu liðin."
Lestu um leikinn: Keflavík 3 - 3 Fylkir
Ragnar Bragi Sveinsson kom aftur í Fylki á láni frá Víkingi R. í vikunni og hann stimplaði sig inn í gær með tveimur mörkum.
„Hann sýndi það heldur betur í dag að hann er með mikil gæði. Hann kom gríðarlega sterkur inn í þennan leik. Það voru ekki bara mörkin heldur var hann að halda bolta og ráðast á menn. Ég get ekki beðið hann um meira í dag."
Félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku en Helgi reiknar ekki með frekari liðsstyrk.
„Það þarf eitthvað mikið að gerast ef eitthvað á að breytast í leikmannahópnum. Við erum með sterkan leikmannahóp og það eru allir í þessu saman. Við vitum hvað markmiðið er í sumar og það vill örugglega enginn fara því það vilja allir taka þátt í þessu."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir