Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 28. júlí 2017 09:22
Lárus Ingi Magnússon
Helgi Sig: Fannst liðin sýna að þetta eru tvö bestu liðin
Helgi á hliðarlínunni í gær.
Helgi á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Að lenda þrisvar undir og koma alltaf til baka er geggjað og sýna hversu sterkan hóp við höfum," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir 3-3 jafntefli gegn Keflavík í Inkasso-deildinni í gærkvöldi.

„Þetta var toppslagur og í dag fannst mér bæði lið sýna að þetta eru tvö bestu liðin."

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  3 Fylkir

Ragnar Bragi Sveinsson kom aftur í Fylki á láni frá Víkingi R. í vikunni og hann stimplaði sig inn í gær með tveimur mörkum.

„Hann sýndi það heldur betur í dag að hann er með mikil gæði. Hann kom gríðarlega sterkur inn í þennan leik. Það voru ekki bara mörkin heldur var hann að halda bolta og ráðast á menn. Ég get ekki beðið hann um meira í dag."

Félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku en Helgi reiknar ekki með frekari liðsstyrk.

„Það þarf eitthvað mikið að gerast ef eitthvað á að breytast í leikmannahópnum. Við erum með sterkan leikmannahóp og það eru allir í þessu saman. Við vitum hvað markmiðið er í sumar og það vill örugglega enginn fara því það vilja allir taka þátt í þessu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner