Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 28. júlí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður elskaður í Liverpool - „Það má ekki ræða þetta við hann"
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson telur að Íslendingar muni aldrei vita það hversu stórt nafn Eiður Smári Guðjohnsen er í Englandi.

Tómas Þór var gestur í þættinum Chess After Dark þar sem hann tefldi og spjallaði.

Eiður er auðvitað aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla núna en í fyrra þjálfaði hann FH seinni hluta tímabils með stórgóðum árangri. Hann er þekkt stærð á Englandi eftir að hafa slegið í gegn sem leikmaður Chelsea fyrir um 20 árum síðan.

Ásamt því að þjálfa, þá hefur Eiður starfað sem sérfræðingur í kringum enska boltann hjá Sjónvarpi Símans. Tómas hefur verið með Eiði í Englandi í umfjöllum um enska boltann og þá tók hann eftir því hversu vinsæll Eiður er þar í landi, sérstaklega í Liverpool.

„Eiður Smári er elskaður í Liverpool," sagði Tómas. „Ég má ekki segja þetta við hann, en hann klúðraði dauðafæri (fyrir Chelsea) þegar Liverpool komst svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar."

„Hann hefur ekki gleymt því og það má ekki ræða þetta við hann. Það mun enginn á Íslandi átta sig á því hversu stór hann er í Premier League heiminum."

„Hann var stressaður þegar við fórum á Stamford Bridge, hann er stressaður að ganga 400 metra á völlinn. Ef hann er spottaður, þá er það klukkutími. Það skipti engu máli hvert þú ferð með honum, hann er risastór."

Tómas sagði líka frá því þegar hann var með Eiði á Anfield. Þá heilsuðu allir Eiði, þar á meðal Gary Neville og Jamie Carragher.

Hægt er að sjá bestu bitana úr þættinum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner