Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. ágúst 2022 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Svava Rós lagði upp í jafntefli - Guðrún á toppnum í Svíþjóð
Svava Rós er að gera góða hluti hjá Brann
Svava Rós er að gera góða hluti hjá Brann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir er á toppnum í Svíþjóð
Guðrún Arnardóttir er á toppnum í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir lagði upp annað mark Brann í 3-3 jafntefli gegn Lilleström í síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Guðrún Arnardóttir var þá í vörn Rosengård sem vann Linköping 1-0 í Svíþjóð. Rosengård er á toppnum í sænsku deildinni.

Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði í 3-3 jafntefli Brann við Lilleström í norsku úrvalsdeildinni en hún kom inná sem varamaður á 66. mínútu leiksins og lagði upp annað markið. Brann er á toppnum með 45 stig og var þetta síðasti leikur liðsins í deildinni. Deildin skiptist nú í tvo riðla, meistarariðilinn og fallriðil.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Vålerenga sem tapaði fyrir Kolbotn, 3-1. Hún fór af velli í hálfleik en Vålerenga hafnar í 4. sætinu með 39 stig og fer einnig í meistarariðilinn.

Sömu sögu er að segja af Rosenborg sem tapaði í dag fyrir Lyn, 2-1. Selma Sól Magnúsdóttir fór af velli á 76. mínútu en þrátt fyrir tapið fer Rosenborg í meistarariðilinn þar sem liðið hafnaði í 2. sæti með 41 stig.

Kristianstad tapaði fyrir Häcken, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad. Emelía Óskarsdóttir og Amanda Andradóttir komu báðar inná sem varamenn í leiknum. Kristianstad er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í miðri vörn hjá Rosengård sem lagði Linköping að velli, 1-0. Rosengård er á toppnum með 45 stig eftir átján umferðir.

Alexandra Jóhannsdóttir kom inná sem varamaður í Seríu A á Ítalíu er Fiorentina vann Milan 3-1. Hún gekk í raðir félagsins á dögunum en hún kom inná á 81. mínútu. Guðný Árnadóttir kom inn á sem varamaður hjá Milan á 55. mínútu.

Anna Björk Kristjánsdóttir kom einnig inn af bekknum hjá Inter sem vann Parma, 4-1. Hún kom inná á 56. mínútu leiksins.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði þá sinn fyrsta leik fyrir franska stórliðið Paris Saint-Germain sem tapaði fyrir Lyon, 1-0, í Ofurbikar Frakklands. Berglind kom inná þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum.
Athugasemdir
banner
banner