Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Havertz fór í aðgerð á hné
Mynd: EPA
Þýski sóknarleikmaðurinn Kai Havertz er búinn í smávægilegri aðgerð á hné og vonast stjórnendur Arsenal til að hann geti mætt aftur til leiks eftir fjórar til sex vikur.

Havertz gekkst undir aðgerðina í dag og heppnaðist hún vel.

Þjóðverjinn hefur verið óheppinn með meiðsli á árinu þar sem hann var frá keppni í rúma þrjá mánuði í vor og meiddist svo aftur í fyrstu vikunni á nýrri leiktíð.

Bukayo Saka og Martin Ödegaard eru einnig á meiðslalistanum hjá Arsenal eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í stórsigri gegn Leeds United um helgina.

Þar að auki eru Ben White og Christian Nörgaard á meiðslalistanum en Gabriel Jesus er mættur aftur til æfinga eftir að hafa slitið krossband í janúar.

Arsenal á gífurlega erfiða leiki í framundan þar sem lærlingar Mikel Arteta keppa við Liverpool, Nottingham Forest, Manchester City og Newcastle í næstu úrvalsdeildarleikjum.

   26.08.2025 11:23
Havertz ekki með gegn Liverpool og missir af landsleikjum

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Liverpool 2 2 0 0 7 4 +3 6
4 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
5 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
6 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Everton 2 1 0 1 2 1 +1 3
9 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
12 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
13 Fulham 2 0 2 0 2 2 0 2
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 2 0 1 1 2 3 -1 1
16 Man Utd 2 0 1 1 1 2 -1 1
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner