Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. september 2020 11:00
Innkastið
Flautandi stuðningsmaður Fylkis truflaði dómarana
Fylkismenn fagna með stuðningsmönnum eftir leik.
Fylkismenn fagna með stuðningsmönnum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Stuðningsmenn Fylkis fjölmenntu í Vesturbæinn í gær og sáu sína menn vinna KR 2-1 á dramatískan hátt.

Einn stuðningsmaður Fylkis var mikið flautandi á meðan leik stóð og á endanum varð að stöðva leik vegna hans. Dómari leiksins veitti tiltal upp í stúkuna.

„Ég veit ekki hvort hann var með flautu en hann náði dómaraflautu mjög vel. Hann truflaði aðstoðardómarann svo mikið að Ívar Orri (Kristjánsson dómari) fór upp að stúkunni og sagði 'Ég er með flautuna hérna" sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Síðan var kallað upp í kallkerfinu síðar í leiknum en það helti olíu á eldinn og allir fóru að blístra."

Pollar á vellinum settu mikinn svip sinn á leikinn í gær en rætt var meira um frammistöðu Fylkis í Innkastinu.
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner