Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. september 2020 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Leiknir skipti í varabúningana sína í hálfleik
Hver er hvað?  Áhorfendur áttu í erfiðleikum með að sjá liðin í sundur í Breiðholtinu.
Hver er hvað? Áhorfendur áttu í erfiðleikum með að sjá liðin í sundur í Breiðholtinu.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Undarleg uppákoma varð í leik Leiknis og Aftureldingar um helgina þegar leikmenn Leiknis tóku þá ákvörðun að skipta um búninga í hálfleik og mæta í varabúningunum í seinni hálfleik.

Leiknir leikur í vínrauðum og bláum búningum allajafna og fyrir leikinn hafði Afturelding samband við dómara leiksins og spurði hvort þeir mættu spila í rauðum búningum sínum og fengu það samþykkt.

Þeir tóku þó svarta varasettið með sér í leikinn og þegar þangað var komið ákvað Gunnar Freyr Róbertsson dómari að láta þá spila í svarta settinu.

Þannig fór leikurinn í gang en erfitt var að sjá mun á liðunum og sér í lagi í sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport en leikið var í mikilli rigningu sem gerði búningana enn dekkri.

Leiknismenn tóku því ákvörðun að mæta í seinni hálfleikinn í hvítum varabúningum sínum en myndir úr fyrri og seinni hálfleik má sjá með þessari frétt.
Athugasemdir
banner
banner