Davíð Ingvarsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu í leik Vals og Breiðabliks í gær.
Leikmenn Vals brjáluðust og veittust að Davíð eftir tæklinguna og í þann mund sem hann fékk að líta rauða spjaldið.
Leikmenn Vals brjáluðust og veittust að Davíð eftir tæklinguna og í þann mund sem hann fékk að líta rauða spjaldið.
Þá mætti Valsmaðurinn Einar Karl Ingvarsson á svæðið, en hann er bróðir Davíðs. Hann verndaði bróður sinn og fylgdi honum svo í kjölfarið af velli.
„Þetta var eitthvað fallegasta sem ég hef séð. Krútt móment sumarsins," sagði Ingólfur Sigurðsson um atvikið í Innkastinu.
Myndirnar hér að neðan sýna tæklinguna og svo lætin í kjölfarið þar til Davíð gekk af velli í fylgd bróður síns.
Athugasemdir