Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. september 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Landslið Íran notaði þjóðsönginn til að mótmæla
Mynd: Getty Images

Það hafa grimmileg átök brotist út í Íran þar sem ríkisstjórnin þar í landi er meðal annars búin að loka á internet aðgang almennings.


Talið er að ríkisstjórnin sé að fremja fjöldamorð til að ná tökum á þeim ólgusjó sem hefur skapast í Íran á undanförnum áratugum. 

Meirihluti íranskra ríkisborgara eru ekki ánægðir með gamaldags stjórnunarhætti og aðferðir og hafa hávær mótmæli brotist út um land allt. Íran er eitt af tveimur löndum í heimi sem skyldar konur til að klæðast 'hijab' slæðum. Það vakti mikinn óhug í landinu þegar fregnir bárust af 22 ára konu sem var lamin til dauða fyrir að bera slæðuna vitlaust.

Íranska landsliðið stendur með fólkinu í landinu og ákváðu leikmenn að hylja merki Íran með þjóðfánanum þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir vináttulandsleik gegn Senegal í gær.

Íranski herinn er með völd í landinu og hefur þegar gefið út handtökuskipan á hendur Ali Karimi, fyrrum leikmanni FC Bayern og goðsögn í íranska landsliðinu. Ali Karimi stendur með mótmælendum og hafa yfirvöld í Íran þegar lagt hald á eigur hans í landinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner