Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 28. september 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi elska að sjá Bellingham hjá Man Utd
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund, verður eftirsóttur næsta sumar - það er alveg ljóst.

Bellingham er búinn að vera stórkostlegur með Dortmund og enska landsliðinu í ár, en hann er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði þessi lið þrátt fyrir að vera bara 19 ára gamall.

Það verður mikil áhugi á honum næsta sumar og er talað um 150 milljón evra verðmiða.

Ben Foster, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, ráðleggur leikmanninum að fara til Manchester United.

„Ég myndi elska að sjá hann hjá Man Utd. Hann myndi fá stórt hlutverk þar og ég held að hann myndi blómstra þar," sagði Foster, sem er kannski alveg hlutlaus þar sem hann er fyrrum leikmaður United. Hann er hræddur um að Bellingham myndi falla í skuggann á öðrum leikmönnum hjá félagi eins og hjá Manchester City. Hann yrði hins vegar aðalmaðurinn hjá United.

Ásamt sögusögnum um Man Utd, þá hefur Bellingham einnig verið sterklega orðaður við Liverpool og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner