Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 28. september 2023 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti FH í kvöld á heimavelli hamingjunnar þegar 3.umferð eftri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir fyrri hálfleik en Víkingar gerðu vel að koma tilbaka og snúa leiknum sér í vil.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Þetta var virkilega erfiður leikur. Við vorum í basli með FH-ingana, þeir pressuðu okkur vel og voru aggresívir og bara virkilega flottir. Spiluðu varnarleikinn mjög vel, ég man ekki eftir einu dauðafæri sem við fengum eiginlega allan leikinn, margar hornspyrnur og einhverjir möguleikar en aldrei neitt færi sem sýndi það að FH voru bara virkilega sterkir." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld. 

„Við vorum svo bara heppnir að þeir misstu mann útaf og þá var þetta erfitt fyrir þá og við náðum að þrýsta þeim vel niður og komum með góðar skiptingar og náðum að fylla teiginn vel sem á endanum skilaði tveim góðum mörkum." 

Víkingar fengu fullt af hornspyrnum og föstum leikatriðum sem þeir fóru ekki nógu vel með og var Arnar sammála því að þeir hefðu mátt nýta þau betur.

„Já eiginlega, mér fannst spyrnurnar vera góðar en svo nátturlega var Aron ekki, Oliver var ekki, það voru ákveðnir póstar sem eru sterkir fyrir okkur í föstum leikatriðum þannig sumar blokkeringar voru aðeins off. Ég man ekki hvað við fengum mörg horn en örugglega svona 11-12 eitthvað svoleiðis þannig ég á eftir að skamma Sölva aðeins fyrir þetta."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner