Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 28. september 2023 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti FH í kvöld á heimavelli hamingjunnar þegar 3.umferð eftri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir fyrri hálfleik en Víkingar gerðu vel að koma tilbaka og snúa leiknum sér í vil.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Þetta var virkilega erfiður leikur. Við vorum í basli með FH-ingana, þeir pressuðu okkur vel og voru aggresívir og bara virkilega flottir. Spiluðu varnarleikinn mjög vel, ég man ekki eftir einu dauðafæri sem við fengum eiginlega allan leikinn, margar hornspyrnur og einhverjir möguleikar en aldrei neitt færi sem sýndi það að FH voru bara virkilega sterkir." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld. 

„Við vorum svo bara heppnir að þeir misstu mann útaf og þá var þetta erfitt fyrir þá og við náðum að þrýsta þeim vel niður og komum með góðar skiptingar og náðum að fylla teiginn vel sem á endanum skilaði tveim góðum mörkum." 

Víkingar fengu fullt af hornspyrnum og föstum leikatriðum sem þeir fóru ekki nógu vel með og var Arnar sammála því að þeir hefðu mátt nýta þau betur.

„Já eiginlega, mér fannst spyrnurnar vera góðar en svo nátturlega var Aron ekki, Oliver var ekki, það voru ákveðnir póstar sem eru sterkir fyrir okkur í föstum leikatriðum þannig sumar blokkeringar voru aðeins off. Ég man ekki hvað við fengum mörg horn en örugglega svona 11-12 eitthvað svoleiðis þannig ég á eftir að skamma Sölva aðeins fyrir þetta."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner