Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   fim 28. september 2023 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
watermark Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti FH í kvöld á heimavelli hamingjunnar þegar 3.umferð eftri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir fyrri hálfleik en Víkingar gerðu vel að koma tilbaka og snúa leiknum sér í vil.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Þetta var virkilega erfiður leikur. Við vorum í basli með FH-ingana, þeir pressuðu okkur vel og voru aggresívir og bara virkilega flottir. Spiluðu varnarleikinn mjög vel, ég man ekki eftir einu dauðafæri sem við fengum eiginlega allan leikinn, margar hornspyrnur og einhverjir möguleikar en aldrei neitt færi sem sýndi það að FH voru bara virkilega sterkir." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld. 

„Við vorum svo bara heppnir að þeir misstu mann útaf og þá var þetta erfitt fyrir þá og við náðum að þrýsta þeim vel niður og komum með góðar skiptingar og náðum að fylla teiginn vel sem á endanum skilaði tveim góðum mörkum." 

Víkingar fengu fullt af hornspyrnum og föstum leikatriðum sem þeir fóru ekki nógu vel með og var Arnar sammála því að þeir hefðu mátt nýta þau betur.

„Já eiginlega, mér fannst spyrnurnar vera góðar en svo nátturlega var Aron ekki, Oliver var ekki, það voru ákveðnir póstar sem eru sterkir fyrir okkur í föstum leikatriðum þannig sumar blokkeringar voru aðeins off. Ég man ekki hvað við fengum mörg horn en örugglega svona 11-12 eitthvað svoleiðis þannig ég á eftir að skamma Sölva aðeins fyrir þetta."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner