Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   fim 28. september 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Nuno Mendes frá út árið
Mynd: EPA
Portúgalski vinstri bakvörðurinn Nuno Mendes er á leið í aðgerð og mun ekkert spila með Paris Saint-Germain næstu fjóra mánuði, en þetta kemur fram í portúgalska miðlinum A'Bola.

Mendes er talinn með bestu vinstri bakvörðum heims þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall.

Hann hóf ferilinn með Sporting í heimalandinu áður en PSG fékk hann á láni árið 2021.

PSG nýtti kaupréttinn í samningi hans og gerði skiptin varanleg fyrir 38 milljónir evra á síðasta ári.

Meiðsli hafa hrjáð Mendes síðasta ári, en hann hefur ekki komið við sögu á þessu tímabili og verður ekkert af því fyrr en á næsta ári, en hann er á leið í aðgerð á læri.

Mendes verður frá næstu fjóra mánuði og er búist við að hann verði aftur klár í byrjun febrúar.
Athugasemdir
banner
banner