Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
   fim 28. september 2023 21:44
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Mynd: EPA
„Mér fannst þetta að mörgu leiti ágætur leikur hjá okkur. Úrslitin endurspegla ekki þróun leiksins. Þegar maður nýtir ekki færin gegn liðum eins og Val og gefur þeim mikið þá getur þetta farið svona.” Segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

„Við tökum það jákvæða úr leiknum sem er að sóknarleikurinn var virkilega góður að stærstu leiti. Við þurfum að vera betri að verjast í teignum.”

Breiðablik spiluðu fínan leik og litu út fyrir að vera með yfirhöndina í stöðunni 2-2.

„Það var vendipunktur þegar við vorum með leikinn og náum ekki að halda momentinu. Við gerum skiptingar og fáum á okkur mark í andlitið í kjölfarið. Þegar þú spilar gegn gæðaliði eins og Val þá verðuru að nýta færin.”

Leikjaplanið er þétt hjá Blikum þessa dagana og tveir leikir framundan næstu vikuna og spurning með róteringu á liðinu.

„Við stillum upp besta liði sem við getum hverju sinni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar fyrir Evrôpusæti. Við þurfum að mæta grimmir gegn KR með sterkasta lið sem völ er á.”

Viðtalið er í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner