Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 28. september 2023 21:44
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Mynd: EPA
„Mér fannst þetta að mörgu leiti ágætur leikur hjá okkur. Úrslitin endurspegla ekki þróun leiksins. Þegar maður nýtir ekki færin gegn liðum eins og Val og gefur þeim mikið þá getur þetta farið svona.” Segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

„Við tökum það jákvæða úr leiknum sem er að sóknarleikurinn var virkilega góður að stærstu leiti. Við þurfum að vera betri að verjast í teignum.”

Breiðablik spiluðu fínan leik og litu út fyrir að vera með yfirhöndina í stöðunni 2-2.

„Það var vendipunktur þegar við vorum með leikinn og náum ekki að halda momentinu. Við gerum skiptingar og fáum á okkur mark í andlitið í kjölfarið. Þegar þú spilar gegn gæðaliði eins og Val þá verðuru að nýta færin.”

Leikjaplanið er þétt hjá Blikum þessa dagana og tveir leikir framundan næstu vikuna og spurning með róteringu á liðinu.

„Við stillum upp besta liði sem við getum hverju sinni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar fyrir Evrôpusæti. Við þurfum að mæta grimmir gegn KR með sterkasta lið sem völ er á.”

Viðtalið er í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner