Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   fim 28. september 2023 21:44
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Mynd: EPA
„Mér fannst þetta að mörgu leiti ágætur leikur hjá okkur. Úrslitin endurspegla ekki þróun leiksins. Þegar maður nýtir ekki færin gegn liðum eins og Val og gefur þeim mikið þá getur þetta farið svona.” Segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

„Við tökum það jákvæða úr leiknum sem er að sóknarleikurinn var virkilega góður að stærstu leiti. Við þurfum að vera betri að verjast í teignum.”

Breiðablik spiluðu fínan leik og litu út fyrir að vera með yfirhöndina í stöðunni 2-2.

„Það var vendipunktur þegar við vorum með leikinn og náum ekki að halda momentinu. Við gerum skiptingar og fáum á okkur mark í andlitið í kjölfarið. Þegar þú spilar gegn gæðaliði eins og Val þá verðuru að nýta færin.”

Leikjaplanið er þétt hjá Blikum þessa dagana og tveir leikir framundan næstu vikuna og spurning með róteringu á liðinu.

„Við stillum upp besta liði sem við getum hverju sinni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar fyrir Evrôpusæti. Við þurfum að mæta grimmir gegn KR með sterkasta lið sem völ er á.”

Viðtalið er í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner
banner