„Mér fannst þetta að mörgu leiti ágætur leikur hjá okkur. Úrslitin endurspegla ekki þróun leiksins. Þegar maður nýtir ekki færin gegn liðum eins og Val og gefur þeim mikið þá getur þetta farið svona.” Segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 tap gegn Val í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 2 Breiðablik
„Við tökum það jákvæða úr leiknum sem er að sóknarleikurinn var virkilega góður að stærstu leiti. Við þurfum að vera betri að verjast í teignum.”
Breiðablik spiluðu fínan leik og litu út fyrir að vera með yfirhöndina í stöðunni 2-2.
„Það var vendipunktur þegar við vorum með leikinn og náum ekki að halda momentinu. Við gerum skiptingar og fáum á okkur mark í andlitið í kjölfarið. Þegar þú spilar gegn gæðaliði eins og Val þá verðuru að nýta færin.”
Leikjaplanið er þétt hjá Blikum þessa dagana og tveir leikir framundan næstu vikuna og spurning með róteringu á liðinu.
„Við stillum upp besta liði sem við getum hverju sinni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar fyrir Evrôpusæti. Við þurfum að mæta grimmir gegn KR með sterkasta lið sem völ er á.”
Viðtalið er í heild sinni að ofan.
Athugasemdir