Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fim 28. september 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino spurður út í Madueke - „Þetta snýst bara um val"
Noni Madueke.
Noni Madueke.
Mynd: EPA
Kantmaðurinn Noni Madueke virðist ekki vera mikið inn í myndinni hjá Chelsea í augnablikinu.

Leikmaðurinn var ekki í hóp þegar Chelsea vann kærkominn sigur gegn Brighton í enska deildabikarnum í gærkvöldi.

Eftir leik var Mauricio Pochettino spurður út í Madueke, sem hefur aðeins spilað 44 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Þetta snýst bara um val," sagði Pochettino en Madueke er ekki að glíma við meiðsli.

Madueke, sem er 21 árs gamall, kom til Chelsea í janúarglugganum á þessu ári. Hann var keyptur frá PSV Eindhoven fyrir 28,5 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner