
Keflavík mættu Aftureldingu fyrr í dag í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Afturelding höfðu betur 1-0 í lokuðum leik. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Afturelding
„Það er klárlega mjög fúlt að tapa svona úrslitaleik. Lífið heldur áfram. Við gerum betur á næsta ári."
„Leikurinn var mjög jafn, þetta var stál í stál. Mér fannst við samt vera ofan á, vera aðeins betri. Þetta var eins og hefur verið sagt áður fyrsta markið vinnur, það var raunin.
Við fáum eitt tvö færi í fyrri hálfleik, eigum mögulega að fá vítaspyrnu en annars fín frammistaða hjá okkur."
„Við verðum svekktir í kvöld en svo heldur lífið áfram. Tökum okkur frí og mætum aftur til æfinga í nóvember."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir