Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. október 2017 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingur valinn í U18 ára landslið Noregs
Arnar Þór Guðjónsson í leik með Stromsgodset
Arnar Þór Guðjónsson í leik með Stromsgodset
Mynd: Heimasíða Stromsgodset
U18 ára landslið Noregs var valið í gær en það kom einna helst á óvart að þar mátti finna íslenskt nafn. Arnar Þór Guðjónsson, sem leikur með Stromsgodset, var valinn í hópinn.

Arnar, sem er fæddur árið 1999, er talinn vera eitt mesta efni Stromsgodset en hann lék æfingaleik með aðalliðinu gegn Vålerenga á dögunum.

Hann var valinn í U18 ára landslið Noregs í gær og ljóst að framtíðin er björt.

Arnar er varnarmaður en hann hefur spilað 26 leiki fyrir B-lið Stromsgodset á þessu ári og gert eitt mark. Þá hefur hann leikið 4 leiki fyrir U19 ára liðið og gert þrjú mörk í þeim.

Það verður fróðlegt að fylgjast með honum í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner