Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann lítur út eins og næsti Van Dijk"
Rhys Williams.
Rhys Williams.
Mynd: Getty Images
Rhys Williams gæti fengið tækifæri í byrjunarliði Liverpool um helgina.

Liverpool varð fyrir áfalli í sigrinum á Midjtylland í gær þegar Fabinho fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Virgil van Dijk spilar mögulega ekki meira á þessu tímabili og miðvörðurinn Joel Matip er einnig á meiðslalistanum. Dejan Lovren var seldur til Zenit St Pétursborgar í sumar.

Fabinho hefur því byrjað í hjarta varnarinnar í síðustu tveimur leikjum en nú er útlit fyrir að hann missi einnig af næstu leikjum.

Hinn 19 ára gamli Williams tók stöðu Fabinho í gær og hann gæti nú fengið tækifæri í byrjunarliðinu gegn West Ham á laugardaginn. Williams hefur tekið miklum framförum á þessu ári en hann var fyrr á árinu á mála hjá Kidderminster í sjöttu efstu deild Englands. Núna er hann búinn að spila tvo leiki í Meistaradeildinni með Liverpool.

Russell Penn, þjálfari Kidderminster, hefur miklar mætur á Williams. Hann ræddi við Sky Sports um miðvörðinn unga.

„Hann lítur út eins og næsti Van Dijk, og hann er að spila þannig í augnablikinu," sagði Penn.

„Við vissum strax að það væri eitthvað þarna, vegna þess hversu góður hann er á boltanum, hversu yfirvegaður hann er miðað við aldur."

„Ég veit að Liverpool hefur miklar mætur á honum. Liverpool sagði okkur að hann væri mjög góður. Ég á von á stórum hlutum frá honum í framtíðinni. Hann þarf bara að halda höfðinu rétt skrúfað á og halda áfram að leggja mikið á sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner