Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 28. október 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Havertz þarf þolinmæði - „Mun springa út"
Kai Havertz, leikmaður Chelsea.
Kai Havertz, leikmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chelsea opnaði veskið fyrir Kai Havertz í sumar og keypti hann á 70 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Þessi 21 árs leikmaður hefur ekki náð sömu hæðum og hann gerði í þýsku deildinni.

Sjálfur hefur leikmaðurinn talað um að erfitt sé að aðlagast allt öðruvísi deild. Ákefðin sé meiri og hann hafi fengið að kynnast því strax í fyrstu leikjunum.

„Það er enginn meðalleikmaður hérna, allir eru í háum gæðaflokki," segir Havertz.

Josh Wright, blaðamaður Guardian, skrifar pistil um að margir stuðningsmenn Chelsea hefðu örugglega orðið fyrir vonbrigðum við byrjunina hjá Havertz.

„Það er samt rétt að gefa ungum leikmanni slaka og gefa honum tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum. Það er líka önnur ástæða til að sýna þolinmæði. Þeir sem þekkja feril Havertz höfðu jafnvel spáð því að hann færi rólega af stað," skrifar Wright.

„Hann byrjaði öll fjögur tímabil sín í deildinni með Bayer Leverkusen frekar hægt."

Wright segir segir að Havertz þurfi að fara að finna meiri stöðugleika

„Havertz getur skapað mörk eins og að skora þau en hjá Leverkusen var hann að skora meira en að leggja upp, 33 mörk og 22 stoðendingar. Það er sérkennilegt að Lampard, sem skoraði mörk sjálfur með því að mæta seint inn í teiginn, heldur Havertz frá því að gera það sama. Hann vill frekar að hann skapi færi en skori (hann er bara með 0,8 skot að meðaltali í leik)."

„Ekkert nær að smella samstundis og Lampard reynir að finna út hvernig hann geti náð sem mestu út úr sínum leikmönnum," segir Wright.

„Því miður gæti það tekið Havertz tíma að sýna sínar bestu hliðar, kannski fær maður ekki að sjá þær fyrr en nýtt ár gengur í garð. En hann er klárlega biðarinnar virði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner