Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Luka Kostic á stóran þátt í að Birkir Bjarnason valdi Ísland
Birkir í landsleik í haust.
Birkir í landsleik í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Kostic.
Luka Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Luka Lúkas Kostic var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í síðustu viku. Hlusta má á þáttinn neðst í fréttinni.

Luka fór þar yfir ferilinn, sagði skemmtilegar sögur og valdi draumalið skipað leikmönnum sem hann spilaði með. Ein sagan var frá því þegar hvernig Birkir Bjarnason endaði á að velja að spila fyrir Ísland en ekki Noreg. Luka hóf fyrst að starfa fyrir KSÍ árið 2003 þegar hann tók við U17 ára liði Íslands.

Jóhann Skúli spurði Luka sérstaklega út í Birki Bjarnason (89 A-landsleikir) en Birkir er fæddur árið 1988 og var á þessum tíma lítið þekktur á Íslandi og lék í Noregi. Var Luka sá sem vakti athygli á Birki með því að velja hann eða var KSÍ alltaf meðvitað um þennan hæfileikaríka leikmann? Fyrstu unglingalandsleikir Birkis voru fyrir U16 á Norðurlandamótinu haustið 2004.

„Bjössi Viðars, sem var aðstoðarmaður minn hjá Þór áður. Hann býr í Noregi á þessum tíma eins og pabbi Birkis. Bjössi hringir í mig og segir: 'Heyrðu Luka, norska landsliðið vill fá Birki í U17 hjá sér, viltu ekki skoða hann?' Ég segi ekki spurning. Komdu bara með hann," sagði Luka.

„Hann kom inn á æfingar og við sáum að hann var öðruvísi en aðrir. Þá segi ég við Birki og Bjarna Sveinbjörnsson [faðir Birkis], þó að mætti ekki segja við leikmenn hver staðan væri, allir áttu að vinna sér inn sitt hlutverk, þú segir engum en þú verður í hópnum."

„Þarna var hann búinn að segja að hann væri til í að spila með Noregi sem var að setja pressu á hann, ef hann yrði ekki valinn í íslenska hópinn. Við vorum að æfa um haust og hópurinn var fyrir næsta sumar. Alltaf héldu Norðmenn áfram að reyna velja Birki. Alveg fram í U21 en á þeim tímapunkti var ég að taka við U21 og valdi Birki strax í þann hóp,"
bætti Luka við.

Annað úr þættinum:
Óli Þórðar rak liðsfélaga heim, spilaði 1 á móti 7 og neitaði að hætta - „Ókei, þið töpuðuð, þið gáfust upp"


Athugasemdir
banner
banner
banner