Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo: PCR-próf eru kjaftæði
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Cristiano Ronaldo er ekki ánægður með að þurfa að missa af leik Juventus gegn Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld.

Ronaldo er enn með Covid-19 en hann hefur verið í einangrun síðan 13. október vegna veirunnar.

Ronaldo birti í dag mynd á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann lét vita af því að honum liði vel og hann væri við hestaheilsu. Hann skrifaði svo ummæli undir myndina: „PCR er kjaftæði."

PCR próf er notað til að leita eftir kórónuveirunni en hann virðist ekki vera viss um að það próf virki almennilega. Hann er búinn að eyða ummælunum núna.

Ronaldo birti síðar í dag myndband af sér á hlaupabretti.




Athugasemdir
banner
banner