Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. nóvember 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind um Hammarby: Vonandi betra á næsta ári
Berglind á landsliðsæfingu.
Berglind á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði með Hammarby í Svíþjóð á tímabilinu sem kláraðist fyrir stuttu.

Hún skoraði eitt mark í átta leikjum og var ekki nægilega sátt með það hvernig fór hjá félaginu.

„Á fyrri hlutanum vorum við frekar góðar og vorum í þriðja sæti fyrir hlé. Í seinni hlutanum gekk ekki nægilega vel. Leiðinlegt, en við lærum bara," sagði Berglind.

„Ég hefði klárlega viljað skora fleiri mörk og hafa meiri áhrif framarlega á vellinum. En það er alltaf erfitt að koma inn í nýtt lið. Þetta er reynsla og vonandi verður þetta betra á næsta ári."

Hún verður áfram í herbúðum Hammarby þar sem hún er með samning út næsta ár.

„Eins og staðan er núna, þá verð ég áfram en maður veit aldrei hvað gerist í þessum fótboltaheimi," sagði Berglind.
Athugasemdir
banner
banner
banner