
Hið stórskemmtilega lið Brasilíu vann flottan sigur gegn Serbum í fyrstu umferð G-riðils og mætir Sviss í dag. Svisslendingar unnu nauman 1-0 sigur gegn Kamerún í fyrstu umferð.
Leikur Brasilíu og Sviss hefst klukkan 16 og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, spáir fyrir Fótbolta.net.
Leikur Brasilíu og Sviss hefst klukkan 16 og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, spáir fyrir Fótbolta.net.
Brasilía 2 - 0 Sviss
Brasilía er eitt af þremur líklegustu liðunum til að vinna mótið að mínu mati og Sviss mun ekki ná að halda aftur af þeim í þessum leik. Ég spái því að eftir úrslit fyrstu umferðar þá mun Sviss leggja ofur áherslu á að halda í jafnteflið en þrátt fyrir að Neymar vanti þá vinnur Brasilía 2-0 aftur þar sem Richarlison og Marquinhos skora mörkin.

Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir