Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. janúar 2020 16:22
Elvar Geir Magnússon
Björn Bergmann lék sinn fyrsta leik fyrir APOEL
Liðið úr leik í bikarnum
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson spilaði sinn fyrsta leik fyrir APOEL frá Nikósíu í dag.

Hann kom þá inn sem varamaður í heimaleik gegn Apollon Limassol í bikarnum á Kýpur. Leikurinn endaði 1-2.

Björn Bergmann kom inn í hálfleik.

APOEL er úr leik í bikarnum en Apollon fer áfram í 8-liða úrslit eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0 og einvígið því samtals 3-1.

Í deildinni er APOEL, sem er ríkjandi meistari á Kýpur, sem stendur í fjórða sæti og mætir Nea Salamis á sunnudaginn.

Björn Bergmann hefur frá árinu 2018 spilað með Rostov í Rússlandi en hann var lánaður til APOEL út tímabilið. Þessi 29 ára gamli framherji hefur leikið 17 landsleiki fyrir Ísland.



Athugasemdir
banner
banner