Stuðningsmenn West Ham komnir með nóg af eigendunum
Stór hluti af stuðningsmönnum West Ham hafa verið að mótmæla eigendum félagsins, þeim David Sullivan, David Gold og varaformanninum Karren Brady.
Stuðningsmennirnir eru ósáttir með hvernig félagið hefur verið rekið síðasta áratuginn. Þeir hafa þá sýnt ónægju sýna í ljós fyrir leik gegn Everton og á leiknum gegn Liverpool. Nú var sama upp á teningnum fyrir leikinn gegn Southampton sem er nýhafinn.
Stuðningsmennirnir eru ósáttir með hvernig félagið hefur verið rekið síðasta áratuginn. Þeir hafa þá sýnt ónægju sýna í ljós fyrir leik gegn Everton og á leiknum gegn Liverpool. Nú var sama upp á teningnum fyrir leikinn gegn Southampton sem er nýhafinn.
Stuðningsmönnunum hefur verið bannað að taka fánana á heimaleiki liðsins og stuðningsmaðurinn sem var í bol merktum "GSB OUT" á meðan hann var að flagga á London leikvangnum fékk bann út þetta tímabil. Það breyttist hins vegar í tveggja leikja bann í seinna meir.
Eins og sést hér að neðan eru einhverjir merktir "Run like a circus" aftan á fatnaði sínum og mynd af sirkústjaldi. Stuðningsmenn eru ósáttir við eigendurna og líkja rekstri þess við sirkus eða fjölleikahús.
Eigendurnir hafa sagt óbeint til stuðningsmannanna að þeir ættu að hætta að mótmæla.
West Ham fans protesting the club's current ownership prior to kick-off against Southampton. pic.twitter.com/jPeOipyzHe
— Squawka News (@SquawkaNews) February 29, 2020
Athugasemdir