Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 23:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Carragher: Ég væri meiri Mourinho týpa sem stjóri heldur en Guardiola
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Jamie Carragher segir að hann hafi alltaf stefnt að því að prófa sig í þjálfun, hugur hans núna er þó ekki þar og hann ætlar sér að halda áfram í því hlutverki sem hann er í hjá Sky Sports.

Þrátt fyrir að vera ekki á leið út í þjálfun á næstunni er Carragher búinn að ímynda sér hvernig týpa af þjálfara hann yrði, hann segir að hann yrði líkari Mourinho heldur en Guardiola.

„Síðustu 20 ár hafa tveir bestu stjórarnir verið Pep Guardiola og Jose Mourinho. Þeir byggja sína hugmyndafræði á öðruvísi leikstíl, ef ég væri stjóri væri ég meiri Mourinho týpa heldur en Guardiola, ástæðan fyrir því er sú hvernig ég upplifði fótboltann sem leikmaður," sagði Carragher.

„Ég gæti ekki gengið út á æfingasvæðið og reynt að þjálfa lið í þeim stíl sem Barcelona gerir, ég ólst ekki upp við svoleiðis. Hjá Liverpool reyndum við alltaf að spila góðan fótbolta, þá snérist þetta um að nota hugann og ekki taka neina óþarfa sénsa," sagði Jamie Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner