Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. mars 2021 21:50
Victor Pálsson
Havertz um tímann hjá Chelsea: Hefur verið erfitt
Mynd: Getty Images
Kai Havertz, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi átt í erfiðleikum á sínu fyrsta tímabili fyrir enska stórliðið.

Havertz er enn lykilmaður í þýska landsliðinu og lagði upp eina mark Þýskalands í 1-0 sigri á Rúmeníu í undankeppni EM í gær.

Chelsea borgaði 70 milljónir punda fyrir Havertz sem er enn aðeins 21 árs gamall en hefur ekki alveg náð að sýna sínar bestu hliðar í London.

„Þetta tímabil hefur verið erfitt. Ég veit að hlutirnir hafa ekki gengið svo vel fyrir sig," sagði Harvertz.

„Ég held að það sé eðlilegt þegar þú ferð erlendis í fyrsta skiptið, það tekur hálft ár eða meira að aðlagast."

„Hlutirnir eru að ganga vel þessa stundina og ég vil ekki pæla of mikið í neikvæðri fortíð. Ég er vongóður um að næstu vikur verði alveg jafn góðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner