Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. mars 2021 10:50
Magnús Már Einarsson
Raggi og Kolbeinn líklega ekki með - Fleiri tæpir
Icelandair
Kolbeinn fékk högg á höndina í gær.
Kolbeinn fékk högg á höndina í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólíklegt er að Kolbeinn Sigþórsson og Ragnar Sigurðsson verði með íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein í undankeppni HM á miðvikudag.

Ragnar meiddist í upphitun fyrir tapið gegn Armeníu í gær og Kolbein meiddist í leiknum sjálfum.

„Kolli er líklegast úti. Hann fékk högg á höndina í gær. Raggi meiddist í upphitun. Síðan eru 2-3 leikmenn sem fengu högg og er óvissa með fyrir miðvikudaginn. Það fækkaði í hópnum í bardaganum í gær," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.

Aron Einar Gunnarsson og Kári Árnason spiluðu báðir 90 mínútur gegn Þýskalandi og gegn Armeníu í gær. Geta þeir tekið þriðja lekinn á viku gegn Liechtenstein?

„Það var til dæmis aldrei ætlunin að láta Kára spila þrjá leiki í röð. Ætlunin var að láta Ragga byrja í gær til að gefa Kára hvíldina. Kári og Aron eru þeir leikmenn sem við erum að kíkja á í dag og á morgun hvernig endurhæfingin verður og hvernig þeim líður."

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með gegn Þýskalandi en hann spilað stóran hluta leiksins í gær.

„Jói kom ágætlega út úr þessu. Hann fékk högg á síðuna og við þurfum að fylgjast með honum í dag og á morgun. Ég er jákvæður með að það verði í lagi með þessa þrjá en svo er spurning hvort orkustigið verði nægilega hátt til að spila."

Búið er að kalla Jón Dag Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Svein Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson úr U21 hópnum í A-landsliðshópinn fyrir leikinn á miðvikudag.
Arnar Viðars: Eru framtíðarleikmenn íslenska landsliðsins
Athugasemdir
banner
banner
banner