Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. mars 2023 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho er ekki að fara neitt í sumar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Roma, hefur ákveðið að vera áfram hjá ítalska félaginu.

Núgildandi samningur Mourinho rennur út 2024 en samkvæmt Corriere dello Sport hefur portúgalski stjórinn tekið ákvörðun um að vera áfram þrátt fyrir sögusagnir um annað.

Mourinho hefur til að mynda verið orðaður við Paris Saint-Germain en hann ætlar að standa við samninginn hjá Roma.

Mourinho er einn sigursælasti stjóri samtímans en hann hefur stýrt Roma frá 2021. Á síðasta tímabili stýrði hann liðinu til sigurs í Sambandsdeildinni.

Áður en Mourinho tók við Roma þá var hann stjóri hjá Tottenham, Manchester United, Chelsea, Real Madrid, Inter og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner