Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 29. apríl 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Metzelder fær skilorðsbundinn dóm fyrir dreifingu barnakláms
Mynd: Getty Images
Christoph Metzelder, fyrrum varnarmaður Dortmund, Real Madrid og þýska landsliðsins, var í dag fundinn sekur um vörslu og dreifingu á barnaklámi. Hann fær þó aðeins 10 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm.

Metzelder viðurkenndi fyrir dómstóli í Düsseldorf að hafa sent umræddar myndir til þriggja kvenna, sem eru einnig undir rannsókn.

Metzelder segist vera miður sín vegna málsins og hefur ákveðið að skila öllum þeim verðlaunum sem hann hlaut fyrir að stofna góðgerðarsamtök sem berjast gegn fátækt barna um allan heim.

Metzelder á brons- og silfurmedalíu frá HM auk þess að hafa unnið þýsku og spænsku deildina. Hann er fertugur og lagði skóna á hilluna 2014.

Sjá einnig:
Metzelder ákærður fyrir barnaklám - Með 30 myndir í símanum
Fyrrum leikmaður Real Madrid sakaður um að dreifa barnaklámi

Athugasemdir
banner
banner
banner