Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. maí 2021 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís sneri aftur og Amanda lagði upp fyrir meistarana
Svendís Jane sneri aftur eftir meiðsli.
Svendís Jane sneri aftur eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir sneri aftur eftir meiðsli þegar Kristianstad tapaði sínum fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu í dag.

Kristianstad heimsótti Hammarby og þurfti að sætta sig við 3-1 tap. Þetta var fyrsta tap Kristianstad á tímabilinu en liðið er með 12 stig eftir sjö leiki í fjórða sæti. Hammarby er með 11 stig eftir sjö leiki í fimmta sæti.

Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstad en Sveindís kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma. Það var óttast að hún hefði meiðst illa í lok síðasta mánaðar en það fór betur en óttast var. Hún var frá í um fjórar vikur.

Amanda lagði upp
Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Vålerenga þegar liðið spilaði við Lyn í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Amanda spilaði fyrri hálfleikinn og hún lagði upp mark fyrir norska meistaraliðið. Hún átti stoðsendinguna í fyrsta mark leiksins en leikurinn endaði 4-0 fyrir Vålerenga. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn í vörn meistaraliðsins sem er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu.

Amanda er gríðarlega efnileg en hún getur valið að spila bæði fyrir íslenska landsliðið og það norska. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar og frænka Kolbeins Sigþórssonar. Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en það er athyglisvert að hún sé byrjuð að spila fyrir besta lið Noregs svona ung. Í fyrra spilaði hún í dönsku úrvalsdeildinni með Nordsjælland.
Athugasemdir
banner
banner
banner