Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. maí 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Kulusevski óráðin
Mynd: Getty Images
Sænski landsliðsmaðurinn Dejan Kulusevski segist ekki vita hvað gerist í sumar en hefur síðasta eina og hálfa árið verið á láni hjá Tottenham frá Juventus.

Antonio Conte fékk Kulusevski til Tottenham á láni í janúar á síðasta ári og greiddi enska félagið 8,7 milljónir punda fyrir lánið.

Tottenham á möguleika á því að kaupa hann fyrir 29 milljónir punda en ekki hefur verið tekin ákvörðun varðandi framtíð hans.

Kulusevski er sagður vilja vera áfram í Tottenham enda í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Eins og staðan er núna mun hann snúa aftur til Juventus.

„Ég veit það ekki svona í hreinskilni sagt en við sjáum til,“ sagði Kulusevski.

„Ég einbeitti mér bara að fótboltanum og reyndi að gera eins vel og ég gat og núna er kominn tími til að ræða við félagið,“ sagði Svíinn eftir 4-1 sigurinn á Leeds í lokaumferðinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner