Enski þjálfarinn Graham Potter er í viðræðum við Crystal Palace um að taka við liðinu í sumar. Þetta segir blaðamaðurinn Santi Aouna.
Potter hefur verið án starfs síðan í apríl en hann var þá rekinn frá Chelsea eftir slakan árangur.
Englendingurinn stýrði Brighton við góðan orðstír áður en hann samdi við Chelsea í byrjun leiktíðar en hann gæti verið að snúa aftur í þjálfun í sumar.
Santi Aouna hjá Footmercatio segir að Potter sé í viðræðum við Crystal Palace um að taka við liðinu í sumar.
Samningur Roy Hodgson rennur út eftir þetta tímabilið en hann stýrði liðinu í síðustu tíu deildarleikjunum eftir Patrick Vieira var rekinn.
Potter hefur einnig verið orðaður við Nice í frönsku deildinni.
Athugasemdir