Mats Hummels varnarmaður Borussia Dortmund segir það sárt að vera ekki valinn í EM hóp þýska landsliðsins, hann segist þó skilja ákvörðun þjálfarans Julian Nagelsmann.
Hummels er að fara að spila með Dortmund gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardag.
Hummels er að fara að spila með Dortmund gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardag.
„Ég get skilið þá skýringu að hópurinn hefur verið að vaxa síðan í mars. Þetta er hinsvegar sárt fyrir mig sem einstakling því ég er einn af fimm bestu varnarmönnum Þýskalands. Ég er með sjálfstraust til að segja það," segir Hummels.
Hummels segist hafa fengið þær skýringar frá Nagelsmann að ákvörðun hafi meðal annars verið tekin út frá aldri en varnarmaðurinn reyndi er 35 ára.
„Svona samtöl eru alltaf erfið. Það eru mismunandi karakterar sem bregðast mismunadni við. Sumir segja ekkert í símann, aðrir vilja nákvæmar skýringar. Það særir mig að tilkynna þeim þetta, það særir þá. Það eer eðlilegt að tilfinningarnar brjótast út en það er ekkert slæmt á milli okkar," sagði Nagelsmann þegar hópurinn var opinberaður.
Athugasemdir