Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Axel Óskar: Stórsigur eftir allan þennan tíma
„Var að brjálast á að spila einungis akademíufótbolta
Stóra markmiðið mitt hefur alltaf verið að fara aftur til Englands þar sem ég elska að búa þar og besti fótboltinn er.
Stóra markmiðið mitt hefur alltaf verið að fara aftur til Englands þar sem ég elska að búa þar og besti fótboltinn er.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ég er mjög góður í líkamanum og ég finn ekki fyrir neinu í hnénu sem er stórsigur eftir allan þennan tíma.
Ég er mjög góður í líkamanum og ég finn ekki fyrir neinu í hnénu sem er stórsigur eftir allan þennan tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Dómarinn bað víst sjálfur um að fara í viðtal við TV2 og segja þar að þetta væru hans mistök.
Dómarinn bað víst sjálfur um að fara í viðtal við TV2 og segja þar að þetta væru hans mistök.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjúkraþjálfarinn gaf grænt ljós á að ég myndi spila og mér var hent út í djúpu laugina.
Sjúkraþjálfarinn gaf grænt ljós á að ég myndi spila og mér var hent út í djúpu laugina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjálfsvorkun var eitthvað sem ég tók ekki í mál og ákvað frekar að þetta væri bara verkefni. Margir góðir leikmenn hafa lent í þessu og komið sterkari til baka. Þessi tími hefur klárlega styrkt mig.
Sjálfsvorkun var eitthvað sem ég tók ekki í mál og ákvað frekar að þetta væri bara verkefni. Margir góðir leikmenn hafa lent í þessu og komið sterkari til baka. Þessi tími hefur klárlega styrkt mig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að fara á lán var best í stöðunni fyrir mig þar sem ég var að brjálast á að spila einungis akademíufótbolta.
Að fara á lán var best í stöðunni fyrir mig þar sem ég var að brjálast á að spila einungis akademíufótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auk þess var leiðinlegt að láta Íslendinginn Matta [Matthías Vilhjálmsson] skora gegn mér.
Auk þess var leiðinlegt að láta Íslendinginn Matta [Matthías Vilhjálmsson] skora gegn mér.
Mynd: Valerenga
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson er snúinn til baka inn á fótboltavöllinn eftir erfið meiðsli sem hafa haldið honum utan vallar í rúmt ár. Axel lék allan leikinn á laugardaginn þegar Viking tapaði gegn Vålerenga í norsku Eliteserien, efstu deild.

Axel er 22 ára Mosfellingur sem gekk í raðir Reading frá Aftureldingu fyrir tæpum sex árum síðan. Í ágúst 2018 var hann lánaður til Viking og í kjölfarið keyptur þangað í desember sama ár. Hann meiddist í leik gegn Kristiansund í mars á síðasta ári og lék sínar fyrstu mínútur síðan þá fyrr í þessum mánuði. Fótbolti.net hafði samband við Axel og ræddi um endurkomuna og ýmislegt fleira.

Langbest að vera áfram hjá Viking
Fyrsta spurning til Axels er út í félagaskiptin til Viking frá Reading. Axel framlengir samning sinn við Reading áður en hann fer á lán í norsku 1. deildina. En um 3-4 mánuðum síðar vill hann svo fara til Viking. Hvað breyttist?

„Ég framlengi við Reading rétt áður en ég fer á lán til Viking. Staðan var sú að Paul Clement var þjálfari Reading á þessum tíma og horfði mjög lítið til yngri leikmanna. Að fara á lán var best í stöðunni fyrir mig þar sem ég var að brjálast á að spila einungis akademíufótbolta. Ég kem til Vikings og það gengur allt rosalega vel upp og við komumst í efstu deild eftir árs fjarveru," sagði Axel.

„Svo fer ég aftur til Reading með það í huga að ég sé ekki að fara aftur í burtu, en þegar ég kem til baka þá sé ég að staðan er ennþá sú sama [lítið horft til yngri leikmanna]. Viking sýnir strax mikinn áhuga á að kaupa mig ásamt öðrum leikmönnum frá Noregi og Hollandi. Hugsunin mín var ennþá að reyna að brjóta mér inn í lið Reading, en það barst gott tilboð frá Viking og ég sló til. Reading bauð mér að vera áfram en mér fannst á þessum tímapunkti langbesta ákvörðunin að fara aftur til Viking þar sem mér leið rosalega vel."

Sjálfsvorkun kom ekki til greina
Axel lék síðustu níu leikina með Viking tímabilið 2018 þar sem Viking tryggir sér sæti í efstu deild. Hann fer svo af velli eftir rúmlega stundarfjórðungsleik í 1. umferð efstu deildar tímabilið 2019 vegna liðbandameiðsla. Fyrstu fregnir voru á þá leið að Axel yrði frá í rúman mánuð en meiðslin héldu Axel frá vellinum í rúmt ár. Hvernig var að fá þau tíðindi að meiðslin væru mun alvarlegri en talið var í fyrstu?

„Ég spila fyrsta leik í deild mars 2019 á móti Kristiansund. Eftir rúmar þrettán mínútur meiðist ég og finn að þetta gæti tekið nokkrar vikur. Sjúkraþjálfarinn skoðar mig samstundis og segir að þetta sé tognað liðband í hné og þetta gæti tekið sex vikur max. Ég fer í viðtal eftir leik og segi að ég verði frá í mesta lagi tvær vikur."

„Fer svo í myndatöku þar sem sést að ég er með slitið krossband og liðband í hné, 9-12 mánuðir í stað tveggja vikna staðreynd. Ég var að sjálfsögðu í gífurlegu sjokki en hélt alltaf haus og hugsaði hvað gæti ég gert frá degi eitt til þess að koma sterkari til baka. Sjálfsvorkun var eitthvað sem ég tók ekki í mál og ákvað frekar að þetta væri bara verkefni. Margir góðir leikmenn hafa lent í þessu og komið sterkari til baka. Þessi tími hefur klárlega styrkt mig."


Súrsætt að vera haltrandi
Viking varð bikarmeistari á síðasta tímabili. Var erfitt fyrir Axel að sjá liðsfélagana fagna eða var það eintóm gleði?

„Það var mögnuð stund að fagna bikarmeistaratitli fyrir framan 35,000 manns í Osló. Mín upplifun af þessu var sú að ég var gríðarlega ánægður að liðið mitt væri svona gott og hlakkaði til að spila með þeim. Viðurkenni þar sem ég er mikill keppnismaður að það var súrsætt að vera þarna haltrandi, en ekki vera sjálfur inná vellinum. Frábært fyrir mig og liðið að vinna þar sem við verðum í Evrópudeildinni í ár."

Verið tímaspursmál hvenær Axel kæmi inn í hópinn
Við vinnslu þessarar greinar var hringt í Axel í gærkvöldi og var hann spurður út í leikinn gegn Vålerenga.

„Ég spilaði 90 mínútur í fyrsta sinn eftir að ég meiddist. Það var æfingaleikur fyrir um þremur vikum síðan þar sem ég lék klukkutíma. Ég spila svo á laugardag þar sem miðvörðurinn sem er búinn að spila fyrstu leikina í deildinni meiddist (á meðan var Axel utan hóps)."

„Þetta hefur verið tímaspursmál hvenær ég kæmi aftur inn í hópinn. Teymið vildi ekki taka neina sénsa með mig og þar sem mér hefur liðið rosalega vel í hnénu síðasta mánuðinn þá kem ég inn fyrir þann sem meiddist. Sjúkraþjálfarinn gaf grænt ljós á að ég myndi spila og mér var hent út í djúpu laugina."

„Ég var ánægður með það, alvöru leikur gegn góðu liði á útivelli. Maður var ekkert í besta leikforminu, eftir allan þennan tíma, en ég kom þokkalega sáttur út úr leiknum, nema fyrir hundleiðinleg úrslit. Auk þess var leiðinlegt að láta Íslendinginn Matta [Matthías Vilhjálmsson] skora gegn mér."


Dómarar gera mistök eins og allir
Á sunnudagsmorgun var greint frá því að dómari leiksins hefði farið í viðtal eftir leikinn þar sem hann viðurkenndi mistök þegar hann dæmdi vítaspyrnu á Axel í leiknum.

„Við áttum að dæma hornspyrnu. Þetta var stranglega dæmt og ákvörðunin var röng," sagði Eskås, dómari leiksins í viðtalinu.

Axel tekur undir það að ekki hefði átt að dæma vítaspyrnu: „Ég var í sjokki. Rétt áður en fyrirgjöfin kom þá hugsaði að ég ætlaði nú ekki að fá hendi á mig og set hendurnar eins mikið aftur fyrir bak og ég get. Eina sem ég hefði getað gert meira var að taka af mér hendina."

„Dómarinn bað víst sjálfur um að fara í viðtal við TV2 og segja þar að þetta væru hans mistök."


Finnst Axel flott að þessi möguleiki sé í boði fyrir dómara?

„Algjörlega. Sem betur fer varði markmaðurinn vítið þannig það hafði ekki þannig áhrif á leikinn. Maður var ógeðslega ósáttur á þessu augnabliki en dómarar gera mistök eins og allir, svolítið mikið samt af þeim hérna í Noregi."

Stóra markmiðið að fara aftur til Englands
Hver eru markmið Viking á þessari leiktíð í deildinni og hver eru persónulegu markmið Axels?

„Markmið Viking á þessu tímabili er að festa sig í efri helmingi deildarinnar og komast sem lengst í Evrópudeildinni. Hvað varðar markmið mitt þá er það að vera í byrjunarliðinu og ná upp góðu formi í deildinni."

Er Axel með eitthvað markmið sem hann vill deila varðandi næsta skref eða eitthvað slíkt?

„Stóra markmiðið mitt hefur alltaf verið að fara aftur til Englands þar sem ég elska að búa þar og besti fótboltinn er. Nú er það bara að einbeita sér á að standa sig vel hér þar sem ég er með samning næstu tvö ár."

Stoltur að hafa klárað leikinn og er klár í næsta leik
Að lokum var Axel spurður út í stöðuna á sjálfum sér eftir leikinn og meiðslin.

„Ég var í raun klár í fyrsta leik í deildinni og Covid var því lán í óláni þegar kemur að því að vera aftur klár eftir meiðslin. Þetta hefur verið langt ár í ræktinni og gott að vera byrjaður að spila."

Engin þreyta eftir leikinn gegn Vålerenga?

„Ég er mjög góður í líkamanum og ég finn ekki fyrir neinu í hnénu sem er stórsigur eftir allan þennan tíma. Í leiknum á laugardag voru menn að fá krampa undir lokin. Ég var mjög stoltur af því að ég stóð í lappirnar og kláraði leikinn án þess að fá krampa eða neitt slíkt. Ég er klár í næsta leik," sagði Axel í gær.

Næsti leikur Viking er á miðvikudag gegn Sandefjord á heimavelli. Viking er með eitt stig eftri fyrstu fjórar umferðirnar.

Lestu meira um Axel Óskar
Athugasemdir
banner
banner