Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 29. júní 2020 18:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jurado fer frá Barcelona til Man Utd (Staðfest)
Frá því var sagt fyrir um einum og hálfum mánuði síðan að Marc Jurado væri að öllum líkindum á förum frá Barcelona til Manchester United.

Sjá einnig:
Man Utd að stela táningi frá Barcelona

Jurado staðfesti svo um brottför sína frá Barcelona á Instagram reikningi sínum í dag.

„Jurado neitaði að skrifa undir nýjan samning við Barca og þurfa Rauðu djöflarnir að greiða 1,5 milljón evra fyrir þennan 16 ára bakvörð. Jurado hefur verið meðal bestu leikmanna unglingaliðs Barca á leiktíðinni og hafnaði nokkrum samningstilboðum frá félaginu í vor," segir í fréttaflutningi frá 7. maí síðastliðnum.

Jurado er sextán ára gamall bakvörður sem mun leika með U18 ára liði United á næstu leiktíð.


Athugasemdir