Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2020 18:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ögmundur óvænt á bekknum - OB sigraði Lyngby
Ögmundur hefur verið í lykilhlutverki hjá Lariss á leiktíðinni.
Ögmundur hefur verið í lykilhlutverki hjá Lariss á leiktíðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danmörk
OB Óðinsvé tók i dag á móti Lyngby í fallhlutanum í dönsku Superliga. Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahópi OB og Frederik Schram sat á varmannabekk Lyngby. OB vann endurkomusigur því Lyngby leiddi í hálfleik. OB komst yfir á 84. mínútu og þriðja mark heimamanna kom í uppbótartíma. Jöfnunarmarkið kom úr vítaspyrnu á 59. mínútu og þá fékk leikmaður Lyngby einnig að líta rautt spjald þegar vítið var dæmt.

OB er í 1. sæti í fallriðli 1, með sex stigum meira en SönderjyskE. Lyngby er í næstneðsta sæti, af fjórum liðum, með þremur stigum minna en SönderjyskE þegar tvær umferðir eru eftir. Efstu tvö lið riðilsins fara í umspil um Evrópudeildarsæti, 3. sætið fer í fallumspil og neðsta liðið fellur.

Grikkland
Ögmundur Kristinsson var óvænt á varamannabekk AEL Larissa í kvöld sem heimsótti Atromitos í grísku Ofurdeildinni. Liðin leika í fallhluta deildarinnar.

Heimamenn í Atromitos unnu sannfærandi 3-0 sigur og eru þeir í toppsæti neðrihlutans, fjórum stigum fyrir ofan AEL Larissa sem er í 3. sæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Þetta er fyrsti leikurinn í deildarkeppninni í vetur þar sem Ögmundur er ekki í byrjunarliði AEL Larissa.

Svíþjóð
Óskar Tor Sverrisson var ekki í leikmannahópi Häcken í dag sem sigraði Helsingborg, 1-0, í sænsku Allsvenskan.

Häcken er í 6. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir og Helsingborg í neðsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner