Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Ætla ekki að selja Bellingham á tombóluverði - Klopp mikill aðdáandi Barella
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: EPA
Nicolo Barella
Nicolo Barella
Mynd: Getty Images
Sumarglugginn hjá Liverpool hefur verið á pari til þessa en stuðningsmenn félagsins vonast þó til þess að félagið bæti miðjumanni við hópinn áður en tímabilið fer af stað.

Liverpool er búið að festa kaup á Darwin Nunez, Calvin Ramsay og Fabio Carvalho í sumar en þeir Divock Origi, Takumi Minamino og Sadio Mané hafa allir yfirgefið félagið.

Fleiri leikmenn eru á leið frá Liverpool á næstu vikum og má gera ráð fyrir því að Neco Williams, Ben Davies og Nat Phillips hafi allir spilað sinn síðasta leik undir stjórn Jürgen Klopp.

Ensku miðlarnir hafa fullyrt það að Liverpool ætli ekki að kaupa fleiri leikmenn í sumar þó stuðningsmenn hafi kallað eftir því að styrkja miðsvæðið. Félagið var á eftir Aurelien Tchouaméni fyrr í sumar en hann valdi að ganga í raðir Real Madrid.

Liverpool hefur mikinn áhuga á hinum 19 ára gamla Jude Bellingham sem er á mála hjá Dortmund en ekki er búist við því að félagið reyni við hann fyrr en eftir ár. Dortmund seldi Erling Braut Haaland til Manchester City og er það ekki vani félagsins að selja tvo lykilmenn í sama glugganum.

Bild í Þýskalandi greinir frá því að ef Liverpool ætlaði sér að fá Bellingham í sumar þá þyrfti það að minnsta kosti að greiða 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það verður að teljast ólíklegt, en annað nafn er inn í myndinni.

Klopp er mikill aðdáandi Nicolo Barella hjá Inter. Hann hefur haft auga á honum síðustu fjögur ár og samkvæmt Calciomercato vill Liverpool fá hann í sumar en Inter ætlar ekki að selja Barella ódýrt.

Inter er talið vilja 77 milljónir punda fyrir Barella sem er lykilmaður á miðsvæðinu, bæði hjá félaginu og í ítalska landsliðinu.

Liverpool væri tilbúið að láta Naby Keita fara í skiptum til að lækka verðmiðann.

Keita kom til Liverpool frá Leipzig fyrir 50 milljónir punda fyrir fjórum árum en meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Keita á ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner