Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 29. júní 2022 22:34
Brynjar Ingi Erluson
„Hefði frekar viljað fá eitthvað hjólhestaspyrnumark á okkur"
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Halldór Jón Sigurðsson
Halldór Jón Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var virkilega ánægður með framlag liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn FH á Kaplakrikavelli í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

Tindastóll er einungis annað liðið sem nær að taka stig af FH í deildinni og var útlit fyrir að það yrði fyrsta liðið til að vinna FH en heimakonur jöfnuðu leikinn þegar sjö mínútur voru eftir.

Liðin eru bæði með 20 stig í efstu tveimur sætunum en FH með betri markatölu. Donni segir að ekkert annað lið eigi eftir að taka stig af FH-ingum í Kaplakrika og fagnar því stiginu.

„Ég er mjög ánægður með stigið og stoltur af mínu liði að halda svona lengi út gegn FH. Það er ekkert eitt einasta lið sem mun nokkurn tímann taka stig hérna í þessari deild á þessu ári," sagði Donni.

Hann var mest óánægður með markið en það var misheppnað skot sem fór af varnarmanni og í netið.

„Hundleiðinlegt að markið skildi hafa verið svona ömurlegt. Misheppanð skot sem fór í einhvern og inn. Ég hefði frekar viljað fá eitthvað hjólhestaspyrnumark á okkur ef við myndum fá mark á okkur."

„Við gerðum vel í mörgu. Hefðum getað haldið boltanum betur og passað hann aðeins þá sérstaklega í seinni hálfleik en þetta var allt í lagi í fyrri hálfleik. Heilt yfir ánægð með þetta stig,"
sagði hann ennfremur en hann talar einnig um að vera kominn aftur á Sauðárkrók, ástandið og hópnum og fleira í viðtalinu sem má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner