Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   mið 29. júní 2022 22:34
Brynjar Ingi Erluson
„Hefði frekar viljað fá eitthvað hjólhestaspyrnumark á okkur"
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Halldór Jón Sigurðsson
Halldór Jón Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var virkilega ánægður með framlag liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn FH á Kaplakrikavelli í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

Tindastóll er einungis annað liðið sem nær að taka stig af FH í deildinni og var útlit fyrir að það yrði fyrsta liðið til að vinna FH en heimakonur jöfnuðu leikinn þegar sjö mínútur voru eftir.

Liðin eru bæði með 20 stig í efstu tveimur sætunum en FH með betri markatölu. Donni segir að ekkert annað lið eigi eftir að taka stig af FH-ingum í Kaplakrika og fagnar því stiginu.

„Ég er mjög ánægður með stigið og stoltur af mínu liði að halda svona lengi út gegn FH. Það er ekkert eitt einasta lið sem mun nokkurn tímann taka stig hérna í þessari deild á þessu ári," sagði Donni.

Hann var mest óánægður með markið en það var misheppnað skot sem fór af varnarmanni og í netið.

„Hundleiðinlegt að markið skildi hafa verið svona ömurlegt. Misheppanð skot sem fór í einhvern og inn. Ég hefði frekar viljað fá eitthvað hjólhestaspyrnumark á okkur ef við myndum fá mark á okkur."

„Við gerðum vel í mörgu. Hefðum getað haldið boltanum betur og passað hann aðeins þá sérstaklega í seinni hálfleik en þetta var allt í lagi í fyrri hálfleik. Heilt yfir ánægð með þetta stig,"
sagði hann ennfremur en hann talar einnig um að vera kominn aftur á Sauðárkrók, ástandið og hópnum og fleira í viðtalinu sem má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner