Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 13:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vísbending um byrjunarliðið á EM? - „Okkar beittasti sóknarmaður"
Icelandair
Sara Björk er mætt aftur með fyrirliðabandið.
Sara Björk er mætt aftur með fyrirliðabandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea
Karólína Lea
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er nýhafinn landsleikur vináttulandsleikur Póllands og Íslands. Þetta er eini æfingaleikur Íslands fyrir EM sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Fyrsti leikur Íslands er gegn Belgíu á Akademíu leikvanginum í Manchester þann 10. júlí.

Lestu um leikinn: Pólland 1 -  3 Ísland

Hitað var upp fyrir leikinn á RÚV og voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Adda) sérfræðingar Helgu Margrétar Höskuldsdóttur. Rætt var um byrjunarliðið sem landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson valdi fyrir leikinn.

Það vekur athygli að Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliðinu og ber fyrirliðabandið, hún sneri til baka fyrr á þessu ári eftir barneignarleyfi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur verið inn á miðsvæðinu undanfarið ár en er stillt upp á kantinum og Agla María Albertsdóttir tekur sér sæti á bekknum.

„Ég sé þetta fyrir mér að hann sé að drilla það lið sem hann ætlar mögulega að byrja fyrsta leik, mér finnst það eðlileg ákvörðun. Nú er komið að því að drilla saman það ellefu manna lið sem er að fara byrja flesta leiki á EM," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem bendir á að Þorsteinn hafi veirð duglegur að gefa leikmönnum tækifæri í þjálfaratíð sinni.

„Það kemur á óvart og ekki á óvart að Sara Björk er komin í byrjunarliðið. Það eru ekki óvæntar fréttir en það var svona spurning hvar hún væri stödd í sínu ferli. Hún hefur lítið spilað aðdraganda mótsins," sagði Adda.

„Hann færir Karó út á kant, það verður áhugavert að sjá það. Mér hefur fundist hún hafa verið okkar beittasti sóknarmaður. Hún býr mikið til fyrir aðra og býr mikið til fyrir aðra. Hann [Þorsteinn] er að fara svolítið í gömlu miðjuna sem hefur spilað lengi saman: Gunný - Dagný - Sara," bætti Adda við.

Margrét segir þá að það komi svo sem ekkert á óvart að Sara sé með fyrirliðabandið. Byrjunarliðið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner