Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   fim 29. júní 2023 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn fyrir leikinn mikilvæga: Þeir eru kokhraustir
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þeir eru ánægðir með sig og telja sig vera sigurstranglegri aðilinn," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, á stuttum fréttamannafundi á Kópavogsvelli. Þar var hann að ræða um andstæðinga Blika í úrslitaleik umspilsins fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar, Buducnost frá Svartfjallalandi.

Óskar sagði einnig á fundinum að hann búist við því að Blikar verði meira með boltann og Buducnost muni bíða eftir því að þeir grænklæddu geri mistök, þeir muni ekki hundelta Breiðablik út um allan völl.

Óskar ræddi svo við Fótbolta.net eftir þennan stutta fund.

„Ég veit að þetta verður erfiður leikur og þeir eru með gott lið. Ég hef trú á mínu liði. Ég veit það af fenginni reynslu að ef þú ætlar að vinna leik í Evrópu þá þarftu að eiga toppleik, þú þarft að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur og það þarf að vera kveikt á þér í 90 mínútur. Ef það er raunin þá hef ég fulla trú á mínu liði, en ég veit að við þurfum að spila virkilega vel til að slá þetta lið út," segir Óskar.

„Ef við hugsum hratt og hreyfum okkur hratt þá gætu þeir lent í vandræðum."

Er það gott að þeir komi inn í þennan leik og haldi að þeir séu að fara að vinna hann?

„Það er bara gott. Þeim mun auðveldara sem þeir halda að þetta sé því betra er þetta fyrir okkur. Ég hef reynt að rýna í einhver viðtöl og reynt að þýða þau eftir krókaleiðum. Þeir eru kokhraustir, Svartfellingar eru kokhraust þjóð. Það er fínt, þeir unnu fínan 3-0 sigur á Atletic Club d'Escaldes sem er gott lið. En Buducnost var 40 prósent með boltann, þeir pressuðu ekki neitt og voru með aðeins hærra xG. Þeir lentu alveg í smá vandræðum og Atletic hefði getað strítt þeim ef hlutirnir hefðu gengið upp hjá þeim," segir Óskar.

„Við verðum að einbeita okkur að sjálfum. Ef þeir koma kokhraustir til leiks, þá koma þeir kokhraustir til leiks. Við eigum að endurheimta hraðar en þeir. Bæði lið spiluðu á þriðjudaginn en þeir eru nýkomnir úr fríi. Við verðum að sjá til þess að það skipti máli. Við verðum að vera orkumiklir og hreyfa okkur hratt, hugsa hratt. Þá getum við valdið þeim erfiðleikum. Aftur, þá eru Evrópuleikir þannig að við verðum að eiga toppleik. Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan - það er langt - þar sem Óskar ræðir meira um leikinn gegn Buducnost á morgun.
Athugasemdir
banner