Víkingar heimsóttu Fylkismenn á Wurth vellinum í Árbænum þegar síðustu leikir 13.umferðar Bestu deildarinnar fóru fram í kvöld.
Topplið Víkinga gátu með sigri komist í 8 stiga forskot á Valsmenn sem eiga þó leik til góða og enduðu leikar með sigri Víkinga.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 3 Víkingur R.
„Það er alltaf gott að vinna útileiki. Þetta er mjög erfitt í fótbolta og ég held að á Íslandi fatti menn ekki að þú getir farið á útivellli og náð í stig. Við tökum alltaf stig á útivelli og þrjú stig er bara geggjað og mér fannst allir leggja rosalega mikið á sig varnarlega og mikla vinnu í þetta til þess að taka þrjá punkta" Sagði Pablo Punyed eftir leikinn í kvöld.
„Við fengum svona 3-4 mjög góð færi í fyrri hálfleik til þess að komast 2-1 eða 3-1 yfir en við vorum bara þolinmóðir og á móti svona liði því þeir voru vel strúktúraðir og þolinmóðir varnarlega og þegar við skorum annað mark þá þurfa þeir að stíga aðeins upp framarlega en þegar leikurinn er bara 2-1 þá getur allt gerst og þeir stigu allir fram og voru með fín færi líka og Ingvar bjargaði okkur í lokin og svo skorum við bara strax á eftir sem var bara geggjað."
Aron Elís Þrándarsson var í vikunni staðfestur til Víkings og er Pablo mjög spenntur að spila með honum í Víking.
„Ég get ekki beðið, þetta er gæða leikmaður og ég er mjög spenntur að fá hann í hópinn og inn á völlinn. Þetta er mikill metnaður í Víking núna og við erum að horfa á bráðum Evrópu og líka bara í framtíðinni að við erum ennþá í bikarkeppni líka og við þurfum eins marga gæðaleikmenn og við getum og hann er svo sannarlega velkominn."
Nánar er rætt við Pablo Punyed í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |