Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. ágúst 2022 14:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brúðkaup ástæðan fyrir ferðalagi De Jong
Van de Beek og De Jong.
Van de Beek og De Jong.
Mynd: Getty Images
Eins og sagt var frá fyrr í dag þá var hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong að fljúga til Englands.

De Jong hefur verið orðaður við nokkur félög á Englandi í sumar og fóru strax af stað vangaveltur um að hann væri að fara að ganga frá samningum við eitthvert félagið.

Hann hefur verið hvað mest orðaður við Manchester United en það hafa einnig verið sögur um áhuga Chelsea og Liverpool á honum.

En ferðalagið tengist víst félagaskiptum ekki. Hann er á leið í brúðkaup hjá vini sínum, Donny van de Beek.

De Jong og Van de Beek spiluðu saman hjá Ajax og eru saman í hollenska landsliðinu.

Van de Beek er á mála hjá Manchester United en það er spurning hvort hann reyni að sannfæra sinn gamla liðsfélaga að koma þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner