Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
Kjaftæðið - Liðið sem þorir vinnur 50 milljóna leikinn, hlaupa Víkingar með titilinn?
Uppbótartíminn - Besta lið Íslandssögunnar?
   mán 29. ágúst 2022 22:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nonni hló: Já, það var ekkert laust við það
Sæmilegur tími sem þetta tekur
Sæmilegur tími sem þetta tekur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jannik jafnaði
Jannik jafnaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er núna þremur stigum á eftir KR í baráttunni um sjötta sætið
Fram er núna þremur stigum á eftir KR í baráttunni um sjötta sætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð eru bara pínu svekkelsi að hafa ekki klárað leikinn. Mér fannst við fá færin til þess að skora fleiri mörk en gerðum eitt í dag og það dugði fyrir einu stigi. Við verðum að taka því," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli við Val í Bestu deildinni í kvöld.

Því miður er fréttamaður með hættulega lélega tæknilega kunnáttu og því er ekki myndband með fréttinni. Það er þó hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

Hefði tekið fjögur stig gegn Val fyrir mótið
„Ef einhver hefði boðið mér fjögur stig á móti Val fyrir mótið þá hefði ég tekið því. Auðvitað er ég mjög sáttur og gott að koma jöfnunarmarki inn þegar langt er liðið á leikinn. En á móti kemur þá áttum við fullt af færum fram að því til þess að skora mörk og mér fannst að við hefðum átt að setja fleiri en eitt í dag."

„Valur er mjög öflugt lið og þeir áttu sín færi líka og eru stórhættulegir fram á við. Það voru nokkur skiptin að það munaði ekki miklu að þeir slyppu í gegn og refsuðu okkur fyrir ákafann."


Gott að fá Jannik inn
Jannik Pohl skoraði jöfnunarmark Fram undir lok leiks. Hann var að spila sinn fyrsta leik í um fimm vikur.

„Það var mikill kraftur í Jannik og að sjálfsögðu alltaf gott að fá alla menn inn. Við erum að ná vopnum okkar, það hafa nokkrir verið frá vegna smávægilegra meiðsla og Jannik búinn að vera töluvert lengi frá - sneri sig á móti KR. Vissulega gott að hafa þá breidd og möguleika að tefla honum fram. Á móti kemur voru aðrir leikmenn sem hefðu átt skilið að spila í dag en fengu það ekki. Við erum með öflugan hóp og samkeppni um mínútur. Jannik stóð sig vel, gott að fá hann inn."

Valsmenn töfðu og stúkan lét vel í sér heyra
Framarar voru orðnir pirraðir á heimamönnum í seinni hálfleik þegar Valsarar tóku sér góðan tíma í sínar aðgerðir. Haukur Páll Sigurðsson var ekki í neinu uppáhaldi hjá Frömörum í stúkunni, stöðva þurfti leik í tvígang til að hlúa honum. Leið ykkur eins og þeir væru svolítið að tefja?

Nonni hló aðeins áður en hann tók til máls. „Já, það var ekkert laust við það. Þeir voru að spila undan vindinum og ég held að það staðfesti okkar tilfinningu fyrir leiknum - að við vorum yfir í leiknum og þá detturu stundum í það að hægja aðeins á tempóinu. Við fundum alveg fyrir því og stúkan var alveg með okkur og góður stuðningur þar í dag. Það dugði samt bara fyrir jafntefli en við tökum því. Gott stig."

Hafði einhver áhrif en ekki mikil
Talandi um vindinn, var tilfinningin að hann hefði mikil áhrif?

„Ekki beint, á ákveðnum stöðum undir pressu var erfitt að koma boltanum langt fram - fyrir Val í seinni hálfleik og okkur í fyrri. En heilt yfir hafði hann ekki mikil áhrif. Boltinn var mikið á jörðinni og þetta voru tvö góð fótboltalið sem reyndu að spila fótbolta. Ég held að leikurinn hafi verið nokkuð skemmtilegur og fólk fengið fyrir peninginn."

í lok viðtals var Nonni spurður út í framhaldið og möguleikann á sæti í efri hluta deildarinnar þegar farið verður í úrslitakeppnina. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir