Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 29. ágúst 2024 11:14
Elvar Geir Magnússon
Færri öflugir varnarmenn komi upp vegna gervigrasvæðingarinnar
Stale Solbakken.
Stale Solbakken.
Mynd: EPA
Stale Solbakken landsliðsþjálfari Noregs vill að gervigras verði bannað í efstu deild landsins. Tólf af sextán liðum deildarinnar æfa og spila á gervigrasvöllum.

Í Skotlandi og Hollandi hefur verið samþykkt að bann gervigras í efstu deildum og Danmörk er á leið í sömu átt. Solbakken vill að Noregur fylgi því fordæmi. Hann segir að náttúrulegt gras henti betur í þróun á leikmönnum.

„Gervigrasvæðingin hefur þau áhrif að það er erfiðara að þróa öfluga varnarmenn. Ég tel að þetta hafi líka áhrif á þróun á stórum og stæðilegum sóknarmönnum og vængmönnum með líkamlegan styrk," segir Solbakken.

„Varnarmenn líta asnalega út á gervigrasi. Það eru færri einvígi en á venjulegi grasi, erfiðara að fara í tæklingar og fótboltinn er öðruvísi."

Einhverjir lesendur gætu hugsað að þessi orð hjá Solbakken eigi einnig vel við íslenska fótboltann. Mikil umræða hefur verið í gangi um að Íslendingar framleiði færri góða varnarmenn en á árum áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner