Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 29. október 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm leikmenn sem eru næstar inn í landsliðið
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse.
Cloe Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-0 fyrir Svíþjóð í undankeppni EM á þriðjudag.

Fyrir leikinn gegn Svíum valdi hlaðvarpsþátturinn Heimavöllurinn fimm leikmenn sem eru næstar inn í landsliðshópinn, leikmenn sem voru ekki í hópnum núna.

Kristín Dís Árnadóttir
Leikmaður sem Twitter logaði yfir þegar Jón Þór valdi hóp í haust. Það var mikið bent á markatöluna og varnarleikinn hjá Blikaliðinu, og frammistöðu hennar í sumar. Hún er búin að vera mjög, mjög góð í frábæru Blikaliði. Hún er vaxandi, tekur meiri ábyrgð, gerir færri mistök og er alltaf að verða betri stjórnandi.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Hún er fædd 2001 og hefur spilað tvo A-landsleiki. Hún hefur alltaf verið í sama mengi og leikmenn sem við höfum talað mikið um. Þetta er búið að vera algjört vonbrigðartímabil fyrir hana, hún er búin að vera lítið með. En þegar hún hefur verið með, þá hefur hún verið ógeðslega góð. Hún á náttúrulega eitt flottasta mark deildarinnar í sumar. Þó að þetta hafi verið strembið sumar fyrir hana, þá er þetta ekki leikmaður sem á að afskrifa. Við völdum hana efnilegasta í fyrra.

Cloe Lacasse
Hún er í góðu yfirlæti í Portúgal og rúllar hlutunum upp þar. Við erum ekki búin að gleyma henni. Hún er ekki komin með leikheimild. Hún er fædd 1993, er á besta aldri og er leikmaður sem gæti gefið okkur alls konar. Leysið úr þessum pappírsflækjum.

Guðrún Arnardóttir
Hún spilar með Djurgården í Svíþjóð. Það segir ákveðið um þig ef þú ert byrjunarliðsmaður og mikilvægur leikmaður í sænsku úrvalsdeildinni. Öll liðin í þeirri deild eru góð fótboltalið. Hún hefur ekki fengið alvöru tækifæri. Hún er 25 ára og er á góðum aldri. Fólk er forvitið um að láta á þetta reyna, það er gæðamerki að spila í sænsku deildinni.

Anna Rakel Pétursdóttir
Leikmaður sem átti mjög góð tímabil með Þór/KA. Frábær Íslandsmeistarasumarið þeirra. Hún líður kannski fyrir það að vera fjölhæfur leikmaður því hún getur leyst miðjustöðuna, vinstri bakvörð og vængbakvörð. Hún líður fyrir það að góð í þeim öllum, í staðinn fyrir að vera framúrskarandi í einni stöðu. Hún er bara 22 ára og mér finnst að hún eigi að fá betri tækifæri.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Treystir Jón Þór á ungar í stórleiknum við Svíþjóð?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner