Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. október 2020 22:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Frumraunin hefði ekki getað farið mikið betur fyrir Rúnarsson"
Rúnar í leiknum í kvöld.
Rúnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Alex Milne, blaðamaður hjá Mirror gerði upp leik Arsenal og Dundalk með fimm umræðupunktum um Arsenal liðið. Hér má lesa greinina í heild.

Einn umræðupunktanna snýr að markverði liðsins í kvöld. Í markinu stóð Rúnar Alex Rúnarsson í sínum fyrsta leik hjá félaginu. Arsenal vann 3-0 og liðið hélt hreinu. Hér að neðan má sjá það sem Milne sagði um markvarðarstöðuna.

„Stuðningsmenn Arsenal fengu að sjá nýja varamarkvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson í fyrsta sinn í kvöld eftir að hann kom til félagsins frá Dijon í síðasta mánuði," byrjaði Milne.

„Þrátt fyrir að hann hafi átt fremur rólegt kvöld þá voru jákvæð teikn á lofti og íslenski landsliðsmaðurinn gerði vel að verja langskot til hliðar og virkaði það auðvelt fyrir hann. Hann greip einnig nokkrar fyrirgjafir úr hornspyrnu og öskraði "Alex!", hann var duglegur að tala og var með sjálfstraust í gegnum leikinn."

„Hann mun án efa spila erfiðari leiki en þessa en frumraunin hefði ekki getað farið mikið betur fyrir Rúnarsson og þegar verðmiðinn, ein milljón pund, er tekið inn í reikninginn þá gæti þessi 25 ára markvörður vel verið sniðug kaup hjá Arsenal."


Næsti leikur Arsenal í Evrópudeildinni er gegn Molde eftir viku. Næsti deildarleikur er gegn Manchester United á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner