Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 29. október 2020 20:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham átti ekki skot á mark eftir að Antwerp komst yfir
Belgíska liðið Royal Antwerp vann mjög óvæntan 1-0 heimasigur á Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld. Tottenham stillti upp mikið breyttu liði frá sigrinum á Burnley á mánudag.

Tottenham-liðið hélt boltanum betur en lið heimamanna en gestirnir áttu fleiri tilraunir á markrammann.

Einn tölfræðiþáttur vekur athygli. Lið Tottenham átti einungis tvö skot á mark Belganna (leikmenn Antwerp áttu þrjú skot) og þau komu bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins!

Jose Mourinho gerði fjórar sóknarsninnaðar skiptingar í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Liðið er með þrjú stig í öðru sæti J-riðils. Antwerp er með fullt hús stiga.
Athugasemdir