Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Ari og Atli áfram í bikarnum
Ari Leifsson er kominn í 8-liða úrslit
Ari Leifsson er kominn í 8-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson og hans menn í Kolding eru komnir áfram í 8-liða úrslit danska bikarsins.

Varnarmaðurinn var í byrjunarliði Kolding sem vann BK Frem, 2-0, á útivelli.

Síðast komst Kolding í 8-liða úrslit tímabilið 2021-2022 en tapaði þá fyrir Vejle.

Atli Barkarson og félagar í Zule-Waregem unnu Dender, 2-1 og komust áfram í 16-liða úrslit. Atli byrjaði á bekknum en spilaði síðustu mínútur leiksins.

Birkir Bjarnason kom þá inn af tréverkinu á 78. mínútu er Brescia gerði 1-1 jafntefli við Spezia í B-deildinni á Ítalíu. Brescia er í 9. sæti með 14 stig.

Óttar Magnús Karlsson byrjaði hjá Spal sem gerði 1-1 jafntefli við Pianese, en hann fór af velli eftir tæpan klukkutíma. Spal er í næst neðsta sæti B-riðils C-deildar með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner