David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   þri 29. október 2024 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Naumur sigur hjá Southampton - Brentford áfram eftir vítakeppni
James Bree var hetja Southampton
James Bree var hetja Southampton
Mynd: Getty Images
Brentford er komið áfram
Brentford er komið áfram
Mynd: Getty Images
Brentford og Southampton eru komin áfram í 8-liða úrslit enska deildabikarsins.

Southampton vann nauman 3-2 sigur á Stoke City á St. Mary's leikvanginum.

Heimamenn komust í tveggja marka forystu. Taylor Harwood-Bellis skoraði á 19. mínútu og þá bætti Adam Armstrong við öðru úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.

Stoke tókst að koma sér aftur inn í leikinn er hinn 19 ára gamli Ashley Phillips setti boltann í netið þegar skammt var eftir af fyrri hálfleiknum og snemma í síðari hálfleik jafnaði Thomas Cannon metin.

Þegar lítið var eftir af leiknum skoraði James Bree sigurmark Southampton og kom liðinu áfram í 8-liða úrslit.

Brentford þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn enska B-deildarliðinu Sheffield Wednesday á Community-leikvanginum í Lundúnum, en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.

Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á varamannabekk Brentford, en hann hafði spilað báða deildabikarleiki Brentford á tímabilinu, eða fram að þessum leik.

Kevin Schade skoraði mark Brentford á 11. mínútu en Djeidi Gassama jafnaði leikinn á 57. mínútu. Mörkin urðu ekki fleiri eftir venjulegan leiktíma og þurfti því vítakeppni til að knýja fram sigurvegara.

Brentford skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Liam Palmer klúðraði einu spyrnu Wednesday, sem var fimmta og síðasta spyrna liðsins.

Southampton 3 - 2 Stoke City
1-0 Taylor Harwood-Bellis ('19 )
2-0 Adam Armstrong ('35 , víti)
2-1 Ashley Phillips ('45 )
2-2 Tom Cannon ('54 )
3-2 James Bree ('88 )

Brentford 1 - 1 Sheffield Wed (5-4 eftir vítakeppni)
1-0 Kevin Schade ('11 )
1-1 Djeidi Gassama ('57 )
Athugasemdir
banner
banner
banner